Copy
Skoðaðu þennan póst í vafra
Fréttabréf LH - febrúar 2019

Landsliðshópur LH í hestaíþróttum

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti á blaðamannafundi í Bláa Lóninu þann 24. febrúar, landsliðshóp LH í hestaíþróttum. Þetta er fyrsta skrefið í breyttum áherslum LH í afreksmálum. Breytingin sem LH hefur gert á landsliðsmálum er að landsliðshópur LH verður virkur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja liðið til árangurs. Lesa meira

U-21 landsliðshópur LH

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti U21 landsliðshóp LH í Líflandi þann 28. febrúar. Þetta er annað skrefið sem LH tekur í breyttum áherslum í afreksmálum en nýlega var kynntur landsliðshópur LH í flokki fullorðinna. Lesa meira

Komdu með á HM með Vita Sport

Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Berlín 4. til 11. ágúst 2019. Ferðaskrifstofan VITA, í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga, býður upp á pakkaferðir til Berlínar á Heimsmeistarmót íslenska hestsins. Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum á Youth Camp

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku. Lesa meira

Ásbjörn Ólafsson styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Fjölskyldufyrirtækið Ásbjörn Ólafsson hefur verið dyggur stuðningsaðili íslenska landsliðsins í hestaíþróttum undan farin ár og nýlega skrifuðu formaður landsliðsnefndar og Ásta Friðrika Björnsdóttir sviðstjóri ÁÓ undir áframhaldandi samstarfssamning til ársins 2022. Lesa meira

Límtré Vírnet styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Fyrirtækið Límtré Vírnet er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH og Andri Daði Aðalsteinsson, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs Límtré Vírnets undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára. Lesa meira

BM Vallá styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Fyrirtækið BM Vallá er komið í hóp styrktaraðila íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH  og Lárus Dagur Pálsson forstjóri BM Vallár undirrituðu samstarfssamning til tveggja ára. Lesa meira

Copyright © *|2018|* *Landssamband hestamannafélaga*, All rights reserved.

Our mailing address is:
lh@lhhestar.is

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list